Endurmörkun

Endurmörkun kemur í kjölfar stefnumótunar. Þegar yfirstjórn fyrirtækis hefur skilgreint hvert fyrirtækið skuli stefna og hvar lykiláherslurnar í starfseminni liggja, er mikilvægt að huga að mörkun. Þá þarf að skoða innri ásýnd fyrirtækisins og gæta þess að öll samskipti við viðskiptavini og innra starf fyrirtækisins styðji að fullu við það sem fyrirtækið vill standa fyrir og þau markmið sem stjórnendur þess vilja ná.  Slíkt á að endurspeglast í ytri ásýnd.

Ytri ásýnd fyrirtækisins skiptir miklu máli, þ.e. merki fyrirtækisins (logo), litir, skilaboð og svo mætti lengi telja. Allt þarf þetta að mynda heildstæða stefnu þannig markhópurinn fái sömu skilaboð eða sömu tilfinningu frá fyrirtækinu og sóst er eftir – að markhópurinn upplifi þá ímynd sem fyrirtækið vill skapa og viðhafa.

Skapandi hugsun og hönnun er afar mikilvægur þáttur í mótun ásýndar fyrirtækja, en þegar að því kemur vinnum við náið með stjórnendum fyrirtækja og starfsmönnum auglýsingastofa.  Í því ferli koma fram hugmyndir að endurbættri ásýnd fyrirtækis eða jafnvel nýrri ásýnd.  Því skiptir öllu máli að ná heilstæðu útliti og ásýnd og gæta þarf að því að  sömu skilaboð megi finna í öllu sem viðkemur fyrirtækinu. 

Þetta er stöðugt ferli, hvað er vel gert og hvað má betur fara, með það að markmiði að ná enn betri árangri.