Fjárhagsleg endurskipulagning

Þarftu nýjar hugmyndir um það hvernig reksturinn getur vaxið?
Er arðsemin óviðunandi?
Er fyrirtækið rétt fjármagnað?
Þarftu að sýna meiri árangur hvað varðar sölu- og markaðssetningu?
Viltu ná betri árangri með fyrirtækið?

Markmið fjárhagslegar endurskipulagningar er að leysa úr skulda- og eiginfjárvanda fyrirtækja til lengri tíma, í samvinnu við eigendur og kröfuhafa. Þetta er gert til að auka eða viðhalda verðmætum félagsins. Fjárhagsleg endurskipulagning á ekki bara við þann tíma sem félagið á í erfiðleikum heldur er tækifærið notað til að greina stöðu þess og finna þau tækifæri og ógnanir sem fyrirtækið stendur frammi fyrir þannig að hægt sé að nýta greiningarvinnuna til að styrkja framtíðar rekstur félagsins.

Vinna okkar felur meðal annars í sér:

  • Fjárhagslega greiningu á stöðu fyrirtækja, svo sem úttekt á skuldastöðu, greiðslugetu og fjárþörf.
  • Aðstoð við gerð rekstrar-, efnahags- og sjóðsstreymisáætlana auk þess að meta áætlaða fjárfestingaþörf.

  • Framkvæmd verðmats.

  • Að koma með tillögur að endurskipulagningu rekstrar og efnahags.

  • Að vinna með stjórnendum að stefnumótun og innleiðingu hennar.

  • Samninga við lánastofnanir og aðra lánadrottna sem og mögulega nýja lánveitendur og/eða fjárfesta varðandi endurfjármögnun fyrirtækis.

  • Aðstoð við gerð tilboða, endanlegra samninga og annarra löggerninga.

Hafðu samband á nordurafl@nordurafl.is