Nám fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana
 

Hvort heldur einstök námskeið eða námsbrautir, þá getum við aðstoðað.

Þarfir innan fyrirtækja og stofnana eru afar ólíkar og miðast af starfsemi og umhverfi þeirra. Við þróun námsins vinnum við með stjórnendum og starfsmönnum að því að greina þarfir á hverjum vinnustað fyrir sig, hvert markmiðið er með náminu og hvernig það fellur sem best að stefnu og framtíðarsýn hvers fyrirtækis eða stofnunar.

Sé markmiðið að setja upp heildstæðan skóla innan fyrirtækisins eða hanna einstakar námsbrautir eða jafnvel einstaka námskeið, þá getum við aðstoðað. Við setjum upp stýrihópa sem í eru fulltrúar frá Norðurafli, starfsmönnum og stjórnendum.  Saman leggur hópurinn línurnar að námsframboði og skipulagi sem hentar hverju fyrirtæki eða stofnun.  Með þessu er tryggt að námið nýtist og að það sé sveigjanlegt, verði breytingar í umhverfinu.
Við höfum unnið með bæði stórum og minni fyrirtækjum og sameiginlega náð góðum árangri sem hefur skilað sér í aukinni ánægju meðal starfsmanna, sem og betri þjónustu.

Mörg af stærri fyrirtækjum landsins eru með fjölbreyttar þjálfunaráætlanir fyrir sitt starfsfólk. Vandasamt getur verið að hafa yfirsýn yfir fræðsluna og koma henni í farveg sem gagnast bæði fyrirtækinu og starfsmönnum. Þar má vera þörf fyrir fræðslustjóra í afmörkuð, skilgreind verkefni. 

Hvað er til staðar og hvað vantar

Eins getum við útvegað fræðslustjóra í skemmri tíma fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref.  Fræðslustjórinn aðstoðar við að greina þarfir innan fyrirtækja og benda á og/eða skipuleggja þær lausnir sem henta hverju fyrirtæki eða stofnun.

Hafðu samband á nordurafl@nordurafl.is