Stefnumörkun

Eitt mikilvægasta starf stjórnenda í fyrirtækjum er stefnumörkun þess. Við stefnumótun þurfa stjórnendur að spyrja spurninga á borð við: Hvar er fyrirtækið statt, hvernig viljum við að það þróist og hvernig ætlum við að komast þangað?

Stefnumótun er langtímaáætlun yfirstjórnar og snýst um það hvernig fyrirtækið ætlar að ná ákveðnum markmiðum. Stjórnendur þurfa stöðugt að vera á tánum og fylgjast vel með stöðu fyrirtækisins á markaði til að geta brugðist við breyttum aðstæðum, hvort heldur nýjum keppinautum á markaði, nýjum lausnum eða tækninýjungum, svo eitthvað sé nefnt.

Undirbúningsvinnan er afar mikilvæg.  Skoða þarf bæði innra og ytra umhverfi fyrirtækisins. Þá þarf ekki aðeins að greina stöðu fyrirtækisins á markaði, heldur einnig samkeppni og hvaða tækifæri og ógnanir, styrkleikar og veikleikar eru í umhverfi þess.  Í kjölfar þessarar greiningar eru sett fram markmið, ný framtíðarsýn og stefnan hönnuð.

 

Getum við aðstoðað ?

Hafðu samband á nordurafl@nordurafl.is