Stjórnendaupplýsingar

Við þekkjum það af eigin raun að markvissar mælingar innan fyrirtækja skipta öllu máli ætli stjórnendur að ná að hámarka árangur sinn. Stjórnendur þurfa að geta greint hvaða aðgerðir innan fyrirtækisins skila bestum árangri. Þess vegna þurfa þeir markvissar mælingar með einföldum hætti, sem kosta ekki alltof mikið.

Lykilatriði í rekstri fyrirtækja er að stjórnendur hafi aðgang að réttum og viðeigandi upplýsingum úr rekstri sínum til að auðvelda ákvarðanatöku hverju sinni. Söfnun, greining og miðlun upplýsinga úr rekstri er nauðsynlegt stýritæki til að hámarka árangur, afkastagetu og nýtingu lykilstærða.

Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar hafi ávallt skýra yfirsýn yfir upplýsingar úr sínum rekstri og hafi aðgang að þeim frá degi til dags, án þess að þurfa að setja upp einhver viðbótar-tölvukerfi eða hugbúnað til að hámarka árangur sinn.  

Viðskiptavinir okkar munu í kjölfarið hafa greiðan aðgang að eftirfarandi upplýsingum:

  • Fjárhagsgreiningu á rekstri í tölum og myndum.
  • Frávikagreiningu á tekjum og kostnaði fyrra árs auk samanburðar við áætlun.
  • Yfirlit yfir allar lykiltölur úr rekstri, s.s. tekjur, hagnaður, EBITDA, arðsemi og ýmsar aðrar kennitölur.
  • Annarri tölfræðilegri greiningu á borð við þjónustumælingar, mælingar á afköstum og starfsmannamælingar, s.s framleiðni, starfsmannaveltu, fjarveru frá vinnu, slysatíðni, menntun og ánægju starfsmanna.  Allt eftir þvi hvað hentar hverju sinni.

  Hafðu samband á nordurafl@nordurafl.is og fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki.